Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 24. nóvember 2022 07:00
Elvar Geir Magnússon
Siggi Helga spáir í Sviss - Kamerún
Sigurður Helgason.
Sigurður Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sviss og Kamerún spila í G-riðli á HM og mætast í fyrsta leik dagsins á mótinu. Sviss komst í 8-liða úrslit á EM en Kamerún hafnaði í þriðja sæti Afríkukeppninnar.

Það mun væntanlega þurfa tíma til að venjast því að sjá Vladmir Petkovic ekki við stjórnvölinn hjá Sviss en Murat Yakin stýrir liðinu í fyrsta sinn á HM.

Sigurður Helgason, KR-ingur og fótboltaþjálfari, sér um að spá í þennan leik fyrir Fótbolta.net.

Sviss 3 - 1 Kamerún
Sviss vinnur 3-1 með Granit Xhaka fremstan í flokki. Samt verður leikurinn frekar jafn því lið fara oft varlega inn í fyrsta leik. Held samt að Sviss sé með betra lið og klári þetta.

Samt hefur Kamerún komið áður á óvart með sigri á Argentínu 1-0 1990 á Ítalíu. sögð fjórðu óvæntastu úrslit á HM.


Granit Xhaka
Athugasemdir
banner
banner
banner