Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. janúar 2021 22:27
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Hólmbert kom við sögu í tapi gegn liðinu hans Berlusconi
Hólmbert spilaði gegn Monza
Hólmbert spilaði gegn Monza
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brescia tapaði fyrir Monza, 1-0, í B-deildinni á Ítalíu í kvöld en Hólmbert Aron Friðjónsson kom inná sem varamaður í leiknum.

Hólmbert Aron byrjaði á bekknum en hann er að komast af stað eftir meiðsli sem hann varði fyrir í Noregi.

Hann gekk til liðs við Brescia í byrjun október en var að spila annan leik sinn fyrir félagið í kvöld.

Hólmbert kom inná sem varamaður á 88. mínútu og nældi sér í gult spjald í uppbótartíma.

Monza hafði 1-0 sigur en það er í eigu Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.

Kevin Prince-Boateng var í byrjunarliðini Monza á meðan Mario Balotelli var ekki í hóp. Birkir Bjarnason var þá fjarri góðu gamni hjá Brescia. Monza er í 2. sæti deildarinnar með 34 stig en Brescia í 13. sæti með 21 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner