Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 25. janúar 2021 12:19
Elvar Geir Magnússon
Skortur á taktískum leiðbeiningum frá Lampard
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard var í dag rekinn úr stjórastól Chelsea en hann var 18 mánuði í starfi.

The Athletic segir að leikmenn hafi kvartað yfir skorti á taktískum leiðbeiningum frá Lampard og þótt vanta upp á fyrirmæli í undirbúningi leikja.

Sagt er að mörgum sinnum hafi leikmönnum verið sagt að „fara út á völl og sanna sig" án þess að fá nánari fyrirmæli.

Þá er sagt að markvörðurinn Kepa Arrizabalaga hafi ekki fengið neinn stuðning frá Lampard þegar hann gekk í gegnum erfiðleika á síðasta tímabili. Þess í stað hafi Kepa leitað til markvarðaþjálfarans Petr Cech eftir aðstoð.

Ekki er búið að ganga frá því hver muni taka við af Lampard en enskir fjölmiðlar fullyrða að Thomas Tuchel, fyrrum stjóri PSG og Dortmund, verði ráðinn.

The Athletic segir að Tuchel hafi ekki verið fyrsti kostur, tveir aðrir Þjóðverjar hafi verið ofar á blaði.

Ralf Rangnick, fyrrum stjóra RB Leipzig, bauðst að taka við Chelsea út tímabilið en hann myndi síðan fara í annað starf bak við tjöldin hjá félaginu. Núverandi stjóra Leipzig, Julian Nagelsmann, var einnig boðið starfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner