Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 25. janúar 2022 17:30
Elvar Geir Magnússon
Átta liða úrslitin ekki spiluð á Olembe vellinum
Frá opnunarhátíð Afríkukeppninnar á Olembe vellinum.
Frá opnunarhátíð Afríkukeppninnar á Olembe vellinum.
Mynd: EPA
Búið er að færa leik í 8-liða úrslitum Afríkukeppninnar af Olembe vellinum, Paul Biya leikvangnum, eftir að átta manns létust í troðningi fyrir utan leikvanginn. 38 særðust og ástand sjö þeirra er alvarlegt.

Fótboltasamband Afríku og alþjóðasambandið FIFA hafa sent samúðarkveðjur til fjölskyldna þeirra sem létust. Tvö börn, átta og fjórtán ára, voru meðal þeirra sem létust.

Mikill troðningur skapaðist við hliðin fyrir utan völlinn en margir mættu miðalausir í þeirri von að geta séð leik heimamanna í Kamerún gegn Komóreyjum.

Afríska fótboltasambandið sagði í yfirlýsingu að verið væri að rannsaka það sem gerðist. Leikur Kamerún og Kómoreyja fór fram en leikmenn vissu ekki af troðningnum fyrr en eftir leikinn. Kamerún vann 2-1.

Patrice Motsepe, forseti afríska sambandsins, heimsótti slasaða stuðningsmenn á sjúkrahúsið. Hann segir að sambandið, mótshaldarar og ríkisstjórn Kamerún þurfi að taka ábyrgð á því sem gerðist.

Leikur í 8-liða úrslitum sem átti að vera á vellinum á sunnudag hefur verið færður á Ahmadou Ahidjo leikvanginn í Jánde. Enn er þó áætlað að annar af undanúrslitaleikjunum og úrslitaleikurinn verði á leikvangnum.
Athugasemdir
banner