Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. janúar 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ingimundur Aron leggur skóna á hilluna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ingimundur Aron Guðnason hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, í bili að minnsta kosti, eins og segir í tilkynningu Keflavíkur á Facebook.


Ingimundur sem er fæddur árið 1999 lék sinn fyrsta leik fyrir liðið árið 2017 og var fastamaður í liðinu frá árinu 2019.

Hann lék aðeins tólf leiki síðasta sumar áður en hann meiddist. Hann á að baki 97 leiki með meistaraflokki Keflavíkur og skorað sex mörk.

„Utan vallar er hann hinn ljúfasti drengur sem hefur að geyma óteljandi kosti. Ingimundur er sannur Keflvíkingur og erum við honum afar þakklát fyrir hans framlag innan vallar sem utan til Keflavíkur að sinni og við vitum að hann styður okkur áfram utan vallar." Segir í tilkynningu Keflavíkur á Facebook.


Athugasemdir
banner
banner
banner