Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   lau 25. janúar 2025 17:22
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Fyrsta mark Stefáns kom í mikilvægum sigri - Gott stig hjá Guðlaugi Victori
Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson var á skotskónum er Preston vann annan deildarleikinn í röð með því að leggja Middlesbrough að velli, 2-1, á Deepdale-leikvanginum í dag.

Stefán, sem samdi við Preston síðasta sumar, hafði ekki skorað fyrir liðið fram að leiknum í dag, en hann opnaði markareikninginn á 28. mínútu.

Allt opnaðist vinstra megin á vellinum. Stefán tók hlaupið, skar sig inn í átt að markinu og smellti boltanum fallega í netið. Laglegt fyrsta mark hjá landsliðsmanninum.

Hann fór af velli þegar hálftími var eftir, þá í stöðunni 1-1, en Preston tókst að skora sigurmarkið á 78. mínútu og tryggja sér þar með annan sigurinn í röð.

Preston er í 14. sæti með 37 stig eftir 29 leiki.

Guðlaugur Victor Pálsson var í vörn Plymouth sem náði í sterkt stig í 2-2 jafnteflinu gegn Sunderland.

Það hefur verið þungt andrúmsloftið í kringum Plymouth á þessu tímabili, en Miron Muslic, nýr stjóri liðsins, ætlar að ná að snúa genginu við og treystir hann á Guðlaug Victor.

Landsliðsmaðurinn hefur verið fastamaður í vörninni undir stjórn Muslic. Plymouth var marki undir þegar lítið var eftir en þá skoraði varnarmaðurinn Nathanael Ogbeta jöfnunarmarkið og gaf sínum mönnum ágætis orku fyrir framhaldið.

Plymouth er áfram á botninum með 22 stig en aðeins sjö stigum frá öruggu sæti.

Arnór Sigurðsson var ekki með Blackburn Rovers sem tapaði fyrir Bristol City, 2-1, en það er mjög stutt í endurkomu hans á völlinn. Vængmaðurinn er byrjaður að æfa á grasi og fáum við mögulega að sjá hann aftur á vellinum í febrúar.

Bristol City 2 - 1 Blackburn
1-0 Scott Twine ('12 )
1-1 Andreas Weimann ('40 )
2-1 Nahki Wells ('77 )

Cardiff City 2 - 1 Derby County
1-0 Callum Robinson ('62 )
2-0 Anwar El Ghazi ('64 )
2-1 Lars-Jorgen Salvesen ('71 )

Coventry 2 - 1 Watford
1-0 Victor Torp ('32 )
2-0 Victor Torp ('75 )
2-1 Liam Kitching ('82 , sjálfsmark)

Preston NE 2 - 1 Middlesbrough
1-0 Stefan Teitur Thordarson ('28 )
1-1 Delano Burgzorg ('52 )
2-1 Emil Riis Jakobsen ('78 )

QPR 0 - 2 Sheffield Wed
0-1 Michael Smith ('72 )
0-2 Callum Paterson ('88 )

Sunderland 2 - 2 Plymouth
0-1 Anthony Patterson ('58 , sjálfsmark)
1-1 Wilson Isidor ('60 )
2-1 Trai Hume ('73 )
2-2 Nathanael Ogbeta ('90 )

West Brom 5 - 1 Portsmouth
1-0 Alex Mowatt ('25 )
2-0 Grady Diangana ('32 )
3-0 Jed Wallace ('37 )
4-0 Grady Diangana ('44 )
5-0 John Swift ('56 )
5-1 Thomas Waddingham ('90 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 15 10 4 1 40 13 +27 34
2 Middlesbrough 15 8 5 2 19 13 +6 29
3 Stoke City 15 8 3 4 21 10 +11 27
4 Preston NE 15 7 5 3 20 14 +6 26
5 Hull City 15 7 4 4 26 24 +2 25
6 Millwall 15 7 4 4 17 20 -3 25
7 Ipswich Town 14 6 5 3 26 16 +10 23
8 Bristol City 15 6 5 4 22 18 +4 23
9 Charlton Athletic 15 6 5 4 16 12 +4 23
10 Derby County 15 6 5 4 20 19 +1 23
11 Birmingham 15 6 3 6 20 17 +3 21
12 Leicester 15 5 6 4 18 16 +2 21
13 Wrexham 15 5 6 4 20 19 +1 21
14 West Brom 15 6 3 6 14 16 -2 21
15 Watford 15 5 5 5 19 18 +1 20
16 QPR 15 5 4 6 17 23 -6 19
17 Southampton 15 4 6 5 18 21 -3 18
18 Swansea 15 4 5 6 15 19 -4 17
19 Blackburn 14 5 1 8 14 19 -5 16
20 Portsmouth 15 3 5 7 12 20 -8 14
21 Oxford United 15 3 4 8 16 22 -6 13
22 Sheffield Utd 15 3 1 11 11 26 -15 10
23 Norwich 15 2 3 10 14 23 -9 9
24 Sheff Wed 15 1 5 9 12 29 -17 -4
Athugasemdir
banner
banner