Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
   þri 25. febrúar 2020 11:27
Elvar Geir Magnússon
AC Milan reynir að framlengja við Zlatan
Tuttosport greinir frá því að Zlatan Ibrahimovic gæti framlengt dvöl sína hjá AC Milan, þó liðið komist ekki í Meistaradeildina.

Zlatan, sem er 38 ára, gerði sex mánaða samning við Milan með ákvæði um sjálfkrafa framlengingu ef liðið kemst í Meistaradeildina.

Milan er sem stendur níu stigum frá Atalanta sem er í fjórða sæti.

Æðstu menn AC Milan ætla að setjast niður með sænska sóknarmanninum og bjóða honum nýjan samning.

Annars er það að frétta af Milan að Simon Kjær er nálægt því að ganga alfarið í raðir félagsins. Danski varnarmaðurinn kom á láni frá Sevilla og hefur leikið vel.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner
banner
banner