Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 25. febrúar 2020 16:09
Magnús Már Einarsson
Hörður Ingi á reynslu hjá Start
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Ingi Gunnarsson, bakvörður ÍA, er þessa vikuna til reynslu hjá norska félaginu Start. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍA.

Hörður Ingi hefur verið mikið í umræðunni undanfarið en uppeldisfélag hans FH hefur verið á höttunum á eftir honum.

Skagamenn hafa hafnað tilboðum FH-inga undanfarið en Cesare Marchetti, umboðsmaður Harðar, sagði við Fótbolta.net á föstudag að um hafi verið að ræða mettilboð fyrir leikmann á milli liða í Pepsi Max-deildinni.

Cesare sagði jafnframt að hörður eigi inni bónusgreiðslur frá ÍA og að hann vilji fara frá félaginu.

Hörður Ingi er U21-landsliðsmaður sem hefur leikið með ÍA síðustu tvö ár. Hann er uppalinn FH-ingur en er samningsbundinn Skagamönnum út tímabilið 2021. Hann lék 21 leik í Pepsi Max-deildinni í fyrra.

Start komst upp í norsku úrvalsdeildina síðastliðið haust en Jóhannes Harðarson þjálfar liðið og Guðmundur Andri Tryggvason er einn af leikmönnum þess.

Sjá einnig:
ÍA hafnaði mettilboði frá FH - Hörður Ingi vill fara
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner