Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
banner
   sun 25. febrúar 2024 20:39
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Fyrsta tap Dortmund á árinu
Augsburg vann Freiburg
Augsburg vann Freiburg
Mynd: EPA
Borussia Dortmund tapaði fyrsta leik sínum á árinu er það beið í lægra haldi fyrir Hoffenheim, 3-2, á Signal Iduna Park í þýsku deildinni í dag.

Dortmund hafði byrjað árið vel, unnið fjóra og gert tvö jafntefli, eða fram að leiknum í dag.

Ihlas Bebou kom Hoffenheim á bragðið á 2. mínútu áður en Donyell Malen jafnaði tæpum tuttugu mínútum síðar. Nico Schlotterbeck kom Dortmund yfir á 25. mínútu.

Hoffenheim beit frá sér í síðari hálfleiknum. Maximilian Beier skoraði tvö mörk á þremur mínútum og tryggði Hoffenheim dýrmætan sigur.

Dortmund er í 4. sæti, sex stigum á eftir Stuttgart sem er þriðja sætinu. Hoffenheim er í 7. sæti.

Augsburg lagði þá Freiburg að velli, 2-1. Arne Engels skoraði sigurmarkið á 81. mínútu.

Eintracht Frankfurt gerði 2-2 jafntefli við Wolfsburg, en heimamenn í Frankfurt jöfnuðu undir lok leiks þökk sé marki Omar Marmoush.

Úrslit og markaskorarar:

Borussia D. 2 - 3 Hoffenheim
0-1 Ihlas Bebou ('2 )
1-1 Donyell Malen ('21 )
2-1 Nico Schlotterbeck ('25 )
2-2 Maximilian Beier ('61 )
2-3 Maximilian Beier ('64 )

Eintracht Frankfurt 2 - 2 Wolfsburg
0-1 Maxence Lacroix ('2 )
1-1 Philipp Max ('14 )
1-2 Kevin Behrens ('36 )
2-2 Omar Marmoush ('90 )

Augsburg 2 - 1 Freiburg
0-1 Vincenzo Grifo ('19 , víti)
1-1 Felix Ohis Uduokhai ('72 )
2-1 Arne Engels ('81 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 7 7 0 0 27 4 +23 21
2 RB Leipzig 7 5 1 1 10 9 +1 16
3 Stuttgart 7 5 0 2 11 6 +5 15
4 Dortmund 7 4 2 1 13 6 +7 14
5 Leverkusen 7 4 2 1 16 11 +5 14
6 Köln 7 3 2 2 12 10 +2 11
7 Eintracht Frankfurt 7 3 1 3 19 18 +1 10
8 Hoffenheim 7 3 1 3 12 12 0 10
9 Union Berlin 7 3 1 3 11 14 -3 10
10 Freiburg 7 2 3 2 11 11 0 9
11 Hamburger 7 2 2 3 7 10 -3 8
12 Werder 7 2 2 3 11 16 -5 8
13 Augsburg 7 2 1 4 12 14 -2 7
14 St. Pauli 7 2 1 4 8 12 -4 7
15 Wolfsburg 7 1 2 4 8 13 -5 5
16 Mainz 7 1 1 5 8 14 -6 4
17 Heidenheim 7 1 1 5 6 13 -7 4
18 Gladbach 7 0 3 4 6 15 -9 3
Athugasemdir
banner