Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. mars 2023 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli þarf að semja við Kim til að hækka verðmiðann
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Suður-kóreski varnarmaðurinn Kim Min-jae er gríðarlega eftirsóttur enda hefur hann verið einn af allra bestu miðvörðum tímabilsins í Serie A.


Kim var keyptur síðasta sumar til að fylla í skarð Kalidou Koulibaly og hefur heldur betur staðið sig vel í sínu nýja hlutverki.

Napoli er að spila gífurlega góðan fótbolta og er nú þegar komið með aðra hönd á sinn fyrsta Ítalíumeistaratitil í rúmlega 30 ár. Þar að auki er liðið komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið riðil sem innihélt Liverpool og Ajax og sannfærandi sigur gegn Eintracht Frankfurt í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar.

Kim er með söluákvæði í samningi sínum við Napoli sem hljóðar uppá 50 milljónir evra og eru stjórnendur Napoli að gera allt í sínu valdi til að semja við Kim fyrir lok tímabilsins.

Napoli ætlar að bjóða varnarmanninum bættan samning og hækka söluákvæðið hans um að minnsta kosti 20 milljónir evra.

Kim er 26 ára gamall og er algjör lykilmaður í varnarlínu Napoli og suður-kóreska landsliðsins.

Það eru ýmis félög sem hafa verið nefnd til sögunnar sem áhugasöm um að fá Kim í sínar raðir í sumar. Tottenham hefur helst verið nefnt sem mögulegur áfangastaður þar sem enska úrvalsdeildarfélaginu sárvantar öflugan miðvörð.

50 milljónir evra er svipuð upphæð og Tottenham greiddi fyrir Cristian Romero, argentínskan miðvörð sem var keyptur frá Atalanta.


Athugasemdir
banner
banner