Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 25. maí 2023 19:55
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Níundi sigur Víkings í röð - Aftur tapaði KA með fjórum á Greifavelli
Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk
Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir Snær átti góðan leik.
Birnir Snær átti góðan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA 0 - 4 Víkingur R.
0-1 Matthías Vilhjálmsson ('3 )
0-2 Birnir Snær Ingason ('37 )
0-3 Matthías Vilhjálmsson ('47 )
0-4 Ari Sigurpálsson ('86 )
Lestu um leikinn

Víkingar eru óstöðvandi og hélt sigurganga þeirra áfram er liðið vann öruggan 4-0 sigur á KA í 9. umferð Bestu deildar karla á Greifavelli í kvöld.

Heimamenn í KA byrjuðu á því að gefa Víkingum mark. Kristijan Jajalo, markvörður KA, sendi boltann beint á Nikolaj Hansen, sem færði boltann á Birni Snæ Ingason og þaðan kom fyrirgjöf inn í teig á Matthías Vilhjálmsson sem skoraði sitt fyrsta deildarmark í sumar.

Birnir Snær tvöfaldaði forystuna á 37. mínútu og það eftir glæsilegt einstaklingsframtak. Hann brunaði fram með boltann, stakk Ingimar af, áður en hann skaut boltanum í fjærhornið. Birnir verið frábær á þessari leiktíð.

Gestirnir gerðu þriðja mark sitt í upphafi síðari hálfleiks og aftur var það Matthías Vilhjálmsson. Annað mark hans í leiknum og það eftir hornspyrnu. Gunnar Vatnhamar stangaði boltann eftir stutta hornspyrnu og á Matthías sem skoraði.

KA menn reyndu að ýta liði sínu framar á völlinn og sköpuðu því mikið pláss fyrir aftan sig. Víkingar nýttu það því þegar fjórar mínútur lifðu leiks gerði Ari Sigurpálsson fjórða og síðasta mark leiksins. Sveinn Gísli Þorkelsson fann Danijel Dejan Djuric og flikkaði boltanum á Ara sem rak síðasta naglann í kistu KA-manna.

Víkingar unnu níunda leik sinn í röð í Bestu deildinni þetta tímabilið og komnir með 27 stig. Það er enn langt í metið yfir flesta sigra í röð á einu tímabili en Valur vann 16 leiki sumarið 1978 á meðan FH vann 15 leiki í röð árið 2005.

KA var að tapa öðrum leik sínum á Greifavelli með fjórum mörkum gegn engu. Liðið tapaði fyrir Val með sömu markatölu í síðasta heimaleik en þar á undan hafði liðið ekki gert það síðan 2012. KA er í 6. sæti með 11 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner