Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fim 25. maí 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Osimhen sást í Þýskalandi - Ýtir undir sögur um Bayern
Victor Osimhen.
Victor Osimhen.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Victor Osimhen verður eftirsóttur í sumar en núna er hann mikið orðaður við Bayern München í Þýskalandi.

Hinn 24 ára gamli Osimhen er búinn að skora 23 mörk í 30 leikjum með Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Hann hjálpaði liðinu að vinna sinn fyrsta meistaratitil síðan 1990.

Núna segir Bild í Þýskalandi frá því að leikmaðurinn hafi sést í Berlín og er fólk að tengja það við sögusagnir um hans framtíð.

Með honum í Berlín voru kærasta hans og dóttir. Það er sagt að kærasta hans, sem er upprunalega frá Þýskalandi, vilji snúa aftur til heimalandsins.

Osimhen, sem verður ekki ódýr ef hann fer í sumar, hefur einnig verið mikið orðaður við Manchester United sem er í leit að sóknarmanni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner