fim 25. maí 2023 19:02
Brynjar Ingi Erluson
Zidane hafnaði risatilboði frá Sádi-Arabíu
Mynd: EPA
Franska blaðið L'Equipe segir að franski þjálfarinn Zinedine Zidane hafi hafnað risatilboð frá Al-Nassr í Sádi Arabíu.

Zidane hefur verið án starfs síðan 2021 en þá yfirgaf hann Real Madrid í annað sinn.

Hann hefur aðeins stýrt Madrídingum á ferlinum en hefur hafnað viðræðum við önnur félög síðan.

Talið er að hann sé að bíða eftir því að Didier Deschamps hætti með franska landsliðið en hann þarf að bíða lengur eftir því þar sem Deschamps framlengdi við franska fótboltasambandið til 2026 fyrr á þessu ári.

Al-Nassr í Sádi-Arabíu bauð Zidane að taka við liðinu í sumar en Frakkinn hafnaði því.

Hefði Zidane tekið tilboðinu væri hann að þéna um 150 milljónir evra í árslaun en samningurinn var til tveggja ára.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner