Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 25. júlí 2021 19:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brynjar á erfitt með að tala „eftir að hann var kýldur"
Brynjar Gauti með sýnikennslu.
Brynjar Gauti með sýnikennslu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Varnarmaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson er ekki með Stjörnunni gegn Víkingi í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Eyjólfur Héðinsson byrjar líklega í hjarta varnarinnar hjá Stjörnunni í staðinn fyrir hann.

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn þar sem hann sagði að Brynjar Gauti gæti ekki spilað þar sem hann var kýldur í síðasta leik gegn Leikni.

„Brynjar er frá eftir að hann var kýldur af Mána Austmann í síðasta leik. Hann fékk á hálsinn og á mjög erfitt með að tala. Hann getur ekki spilað," sagði Þorvaldur.

Í textalýsingu frá leik Leiknis og Stjörnunnar skrifaði Sæbjörn Þór Steinke: „Fór í Brynjar Gauta sem liggur eftir. Stjörnumenn vilja fá meira en bara gult. Brynjar fær aðhlynningu. Þetta var greinilega vont. Sýndist Máni fara í hálsinn eða ofarlega í brjóstkassann."

Textalýsingar kvöldsins:
19:15 HK - Valur
19:15 Keflavík - Breiðablik
19:15 Víkingur R. - Stjarnan
Athugasemdir
banner
banner
banner