Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   sun 25. júlí 2021 10:24
Brynjar Ingi Erluson
Inter áhugasamt um framherja Mónakó
Ítalska félagið Inter hefur mikinn áhuga á því að fá Keita Balde, framherja Mónakó, í sumar. Franskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag.

Keita Balde er 26 ára gamall og kemur frá Senegal en hann eyddi síðasta tímabili á láni hjá Sampdoria og gerði sjö mörk í Seríu A.

Samkvæmt frönsku miðlunum ætlar Mónakó ekki að halda honum og er félagið reiðubúið að selja hann fyrir rétt verð.

Inter er í viðræðum við Keita og er leikmaðurinn sagður mjög áhugasamur um að snúa aftur til félagsins en hann var á láni hjá Inter tímabilið 2018-2019.

Simone Inzaghi tók við Inter í sumar en hann þekkir Keita vel enda þjálfaði hann framherjann hjá Lazio í eitt ár. Keita skoraði 17 mörk á þeirri leiktíð.

Keita var á mála hjá Lazio í fjögur ár áður en hann var seldur til Mónakó árið 2017.
Athugasemdir
banner