Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 25. júlí 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var Sancho að skjóta á Manchester City?
Jadon Sancho. Hann segist vera kominn heim.
Jadon Sancho. Hann segist vera kominn heim.
Mynd: Getty Images
Enski kantmaðurinn Jadon Sancho er mættur til Manchester United, loksins eftir langa sögu.

Félagaskiptin á Sancho voru loksins staðfest síðasta föstudag. Man Utd náði samkomulagi við Dortmund í byrjun júlí. Félagið borgar allt að 73 milljónir punda fyrir leikmanninn en það tók sinn tíma að ganga frá smáatriðum í samningum.

Sancho er aðeins 21 árs gamall en hefur verið lykilmaður í liði Dortmund undanfarin ár, þar sem hann er stoðsendingakóngur auk þess að skora mark í þriðja hverjum leik. Sancho ólst upp hjá Manchester City en fór til Dortmund þar sem hann vildi fá spiltíma sem bauðst ekki hjá City.

„Þetta er heimili mitt. Þetta er mitt félag. Hérna á ég heima," sagði Sancho.

Sancho er nú uppalinn í Watford og Manchester City, í bláa hluta Manchester. Þar fékk hann ekki tækifæri og ákvað hann að fara til Dortmund þar sem hann sló í gegn.

Stuðningsmenn Man Utd fengu væntanlega gæsahúð við þetta myndband en það er örugglega ekki hægt að segja það sama um stuðningsmenn Man City sem voru furðulostnir yfir þessu á samfélagsmiðlum. SportBible telur að Sancho hafi þarna verið aðeins að skjóta á sitt gamla félag. Hann segist kominn heim núna.





Athugasemdir
banner
banner