banner
   sun 25. ágúst 2019 15:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svíþjóð: Gummi Tóta lagði upp tvö í stórsigri
Guðmundur í íslensku landsliðstreyjunni.
Guðmundur í íslensku landsliðstreyjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslendingar voru í eldlínunni í tveimur leikjum sem lokið er í sænsku Allsvenskan í dag.

Guðmdunur Þórarinsson var í byrjunarliði Norrköping sem gjörsigraði Helsingborg, 5-0, á heimavelli í dag. Gummi spilaði allar 90 mínúturnar og lagði upp tvö mörk, fyrsta mark liðsins og það síðasta.

Daníel Hafsteinsson kom inn á fyrir Helsingborg í stöðunni 5-0 á 89. mínútu.

Þá heimsótti AIK lið Östersunds. Kolbeinn Sigþórsson var á varamannabekknum hjá AIK en kom inn á þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Staðan var þá 1-1 en AIK tókst að skora tvö mörk eftir að Kolbeinn kom inn á og sigraði leikinn, 1-3.

AIK er í 2. sæti deildarinnar, Norrköping í 6. sæti og Helsingborg í 13. sæti. Klukkan 15:30 fer fram leikur Malmö og toppliðs Djurgarden og þar er Arnór Ingvi Traustason í byrjunarliði Malmö.

Östersunds 1 - 3 AIK

Norrköping 5 - 0 Helsingborg

Ótrúleg endurkoma hjá lærisveinum Milos

Mjällby, liðið sem Milos Milojevic þjálfar, lenti 0-2 undir á heimavelli gegn Dalkurd. Staðan var 0-2 allt fram á 89. mínútu. Mjällby er í næst efstu deild í Svíþjóð, Superettan.

Mjällby skoraði þá þrjú mörk á einhverjum fimm mínútum. Það fyrsta á 89. mínútu og það þriðja á fjórðu mínutu uppbótartíma og tryggði sér sigurinn.

Sigurinn heldur Mjällby í toppsæti deildarinnar. Liðið er með 42 stig eftir 21 leik.

Mjällby 3-2 Dalkurd


Athugasemdir
banner
banner
banner