Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 25. ágúst 2019 09:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Zaha til PSG í stað Neymar? - United að skoða framtíð án de Gea
Powerade
Mynd: Getty Images
Fer Maddison til United í janúar?
Fer Maddison til United í janúar?
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn í dag kemur hér að neðan en BBC sá um að taka saman.



PSG er að undirbúa óvænt 100m/p tilboð í Wilfried Zaha (26) leikmann Crystal Palace. Zaha á að koma í stað Neymar(27). (Sunday Mirror)

Manchester United ætlar sér að krækja í James Maddison (22) frá Leicester í janúar. Hann er talinn kosta um 80m/p.(Sunday Mirror)

Watford er að skoða framtíð Javi Gracia sem stjóra liðsins en liðið hefur byrjað nýja illa, tapað fyrstu þremur leikjunum og endaði síðustu leiktíð á fjórum töpum.(Mail on Sunday)

Real Madrid er að skoða að taka inn Maarten Stekelenburg (36) varamarkvörð Everton ef Keylor Navas (32) fer til PSG.(Football Insider)

Manchester United og Inter munu á mánudag halda áfram viðræðum um Alexis Sanchez (30) en Inter vill fá hann á láni frá Man. Utd.(Observer)

Manchester United er með augastað á Domink Livakovic (24) markmanni Dinamo Zagreb ef David de Gea skrifar ekki undir nýjan samning. Dominik er talinn kosta um 20m/p.(Sun on Sunday)

Sociedad er búið að fá tilboð samþykkt í Nacho Monreal (33) varnarmann Arsenal. (Marca)

Tottenham hefur fulla trú á því að Toby Alderweireld (30) muni framlengja við félagið. (Sun on Sunday)

Fiorentina eru komnir í kapphlaupið um að fá Bobby Duncan (18) á láni frá Liverpool út leiktíðina. (Mail on Sunday)

PSG eru að leysa vandamálið í kringum ímyndarrétt Paulo Dybala (25) og ætla sér í kjölfarið að fá hann til liðs við sig. (Calciomercato)

Southampton fylgist með Eberechi Eze (21) framherja QPR og ætlar sér mögulega að kaupa hann í janúar.(Sun on Sunday)

Sampdoria ætlar sér að krækja í Lovre Kalinic (29) markvörð Aston Villa. (Il Secolo XIX)

FIFA er að skoða hvort hægt sé að nota vélmenni í stað aðstoðardómara til þess að dæma hvort um rangstöðu sé að ræða. (Sunday Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner