Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
   mið 25. ágúst 2021 21:32
Daníel Smári Magnússon
Arnar Grétarsson: Getum gleymt titlinum
Daníel og Haukur Heiðar meiddir
Arnar segir KA úr leik í baráttunni um titilinn.
Arnar segir KA úr leik í baráttunni um titilinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er aldrei góð þegar maður tapar. Svo er þetta náttúrulega svekkjandi að því leytinu til að við erum búnir í þessari svokölluðu toppbaráttu, við getum gleymt titlinum og 2. sætinu, það er í raun og veru bara búið. Eina sem við þurfum að fókusa á núna er bara að taka maximum stigafjölda úr þessum fjórum leikjum,'' sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA eftir 0-2 gegn Breiðabliki í Pepsi Max deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 0 -  2 Breiðablik

Eftir kröftuga byrjun KA og ágætis fyrri hálfleik sem að var í góðu jafnvægi að þá gerðu heimamenn sig seka um afleita byrjun á þeim síðari og Breiðablik gekk frá leiknum á fyrstu 10 mínútum hans.

„Varðandi leikinn, þá er ég mjög sáttur við fyrri hálfleikinn. Mér fannst við spila mjög vel fyrstu 20 mínúturnar, bara eitt lið á vellinum. Eina sem vantaði kannski við vítateig Blika var síðasta sending og að klára. Mér fannst við vera mjög flottir í fyrri hálfleik, svo kemurðu út og við gerum mistök þegar hálfleikurinn er varla byrjaður. Það er dýrt á móti Breiðabliki sem að eru besta liðið í dag á Íslandi, það er bara þannig,'' segir Arnar.

Daníel Hafsteinsson hefur ekki spilað fyrir KA síðan 25. júlí og Arnar segir að hann eigi við meiðsli að stríða og staðan á honum er óviss. Haukur Heiðar Hauksson er einnig meiddur.

„Hann var í myndatöku og það gæti alveg verið eitthvað í hann. Við erum ekki að taka neina sénsa með hann. Hann hefur verið í burtu í 4 vikur, síðan við spiluðum við Leikni í Breiðholtinu. Síðan þá hefur hann ekkert hlaupið, hann er búinn að vera að gera aðra hluti. Vonandi kemur hann 100% til baka, það verður bara að koma í ljós.''

Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, veifaði gulu spjaldi á bekkinn. Arnar fannst dómarinn mega gera sér betur grein fyrir mikilvægi leiksins og því sem að var undir.

„Það sem að þeir þurfa líka að gera sér grein fyrir er að það er mikið undir. Hefðum við unnið hér í dag, þá hefðum við ennþá átt möguleika á titlinum og verið í Evrópukeppni, það er bara gríðarlega mikið undir - og þeir í þessum svarta búning þurfa bara að átta sig á því. Þegar að menn eru kannski ekki alveg með hlutina á hreinu þá er ósköp eðlilegt að menn láti í sér heyra. En nú er búið að flauta leikinn af og það hefur ekkert uppá sig að drulla yfir dómarann. Hann var í sjálfu sér ekki valdandi af því að við töpuðum leiknum, en ég hefði alveg viljað sjá hann betri.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.





Athugasemdir
banner
banner