Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 25. september 2020 14:40
Elvar Geir Magnússon
Ancelotti: Ég myndi skora mörk ef Gylfi, James og Gomes væru fyrir aftan mig
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti.
Mynd: Getty Images
Það var létt yfir Carlo Ancelotti, stjóra Everton, á fréttamannafundi í dag en hann var meðal annars spurður út í Dominic Calvert-Lewin sem hefur skorað fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum ensku úrvalsdeildarinnar.

Spurt var hvort koma kólumbíska sóknarleikmannsins James Rodriguez hefði hjálpað Calvert-Lewin?

„James Rodriguez hjálpar auðvtað fremsta manni því hann er frábær stoðsendingaleikmaðuyr. Ég vonast til þess að Dominic geti náð 20 mörkum því hann er með gæðin til staðar. Hann og Richarlison eru frábærir sóknarmenn," sagði Ancelotti.

„Sú staðreynd að við höfum Andre Gomes, James og Gylfa Þór Sigurðsson... ef Dominic og Richarlison skora ekki 20 mörk hvor þá er eitthvað að. Ef ég myndi spila sem sóknarmaður með James, Gomes og Sigurðsson fyrir aftan mig þá myndi ég skora mörk svo þeir þurfa að gera það!"
Athugasemdir
banner
banner
banner