Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 25. september 2020 19:43
Hilmar Jökull Stefánsson
Átti KR að fá víti? - Sjáðu atvikið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrr í dag áttust við lið KR og Stjörnunnar í Pepsi Max deild kvenna en leiknum lauk með 2-0 sigri Stjörnunnar. KR situr sem fastast á botni deildarinnar, með 10 stig eftir 12 leiki, en sigurinn kom Stjörnukonum heldur betur vel enda fór liðið upp í 4. sæti með sigrinum.

Á 52. mínútu leiksins komst Angela R. Beard framhjá Örnu Dís sem braut í kjölfarið á henni og Bríet Bragadóttir, dómari leiksins, dæmdi aukaspyrnu við litla hrifningu KR kvenna. 

Eins og sjá má á myndum þá er Angela inni í teig þegar brotið á sér stað, hvort sem hún er á línunni eða ekki, en línan er partur af vítateignum.

Jóhannes Karl, þjálfari KR, var ekki sáttur við þetta og sagði meðal annars: „Við þurfum betri dómgæslu, við þurfum hreyfanlegri dómara sem fylgja leiknum, þeir verða að vera betur staðsettir og ef hún sér þetta ekki þá er það óafsakanlegt.“

Myndirnar af atvikinu má sjá hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner