Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. október 2020 16:34
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Southampton og Everton: Gylfi slakur
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrirliðaband toppliðs Everton sem heimsótti Southampton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi Þór átti slakan leik og þarf að taka á sig part af sökinni í öðru marki leiksins þar sem hann missti af skallabolta áður en Che Adams skoraði.

Gylfi fær aðeins 5 í einkunn frá Sky Sports og var meðal verstu leikmanna vallarins. Hann fékk þó ekki slakari einkunn heldur en Lucas Digne sem var rekinn af velli á 72. mínútu. Digne fær 4 í einkunn.

Nathan Redmond var maður leiksins og fékk hann 8 fyrir sinn þátt í dag. Danny Ings, sem lagði bæði mörkin upp, fékk einnig 8 rétt eins og miðverðirnir Jan Bednarek og Jannik Vestergaard.

Southampton: McCarthy (6), Walker-Peters (7), Bednarek (8), Vestergaard (8), Bertrand (7), Armstrong (7), Ward-Prowse (7), Romeu (7), Redmond (8), Adams (7), Ings (8).

Everton: Pickford (6), Godfrey (5), Mina (6), Keane (6), Digne (4), Doucoure (5), Allan (5), Sigurðsson (5), Rodriguez (6), Calvert-Lewin (6), Iwobi (5).
Varamenn: Delph (6), Bernard (6), Gordon (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner