Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. október 2020 11:50
Ívan Guðjón Baldursson
Lucas Moura: Carlos Vinicius er leikmaðurinn sem vantaði
Carlos Vinicius lagði upp tvö í 3-0 sigri á LASK Linz í Evrópudeildinni. Það var hans fyrsti leikur fyrir Tottenham.
Carlos Vinicius lagði upp tvö í 3-0 sigri á LASK Linz í Evrópudeildinni. Það var hans fyrsti leikur fyrir Tottenham.
Mynd: Getty Images
Lucas Moura, brasilískur kantmaður Tottenham, er gríðarlega ánægður með innkomu samlanda sins Carlos Vinícius í félagið. Lucas segir að Vinicius sé leikmaðurinn sem vantaði til að fullkomna sóknarleik Tottenham.

Vinicius er 25 ára sóknarmaður sem kemur á lánssamningi frá Benfica út tímabilið. Hann gerði 24 mörk í 49 leikjum hjá Benfica en þar áður var hann á mála hjá Napoli, án þess að spila þó leik fyrir félagið.

„Ég er að hjálpa honum með aðlögunarferlið og sérstaklega þegar kemur að tungumálinu. Það er mjög erfitt að aðlagast í nýju landi þegar þú skilur ekki tungumálið. Hann dvaldi hjá mér fyrstu fimm dagana í London og er núna búinn að finna heimili fyrir sig og fjölskylduna," sagði Lucas Moura við A Bola.

„Vinícius er mjög góður leikmaður og var mikilvægur í Evrópusigrinum. Hann er tegund af leikmanni sem vantaði í leikmannahópinn, hann er alvöru nía og ég er viss um að hann muni hjálpa okkur mikið á tímabilinu.

„Það væri áhugavert að sjá hann spila í framlínunni með Harry Kane. Ég held þeir passi vel saman en það er stjórinn sem tekur þessa ákvörðun."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner