Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
   fim 23. október 2025 21:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sambandsdeildin: Gísli Gotti tapaði í Gíbraltar - Larnaca lagði Crystal Palace
Gísli Gottskálk Þórðarson
Gísli Gottskálk Þórðarson
Mynd: EPA
Gísli Gottskálk Þórðarson var í byrjunarliði Lech Poznan sem tapaði mjög óvænt gegn Lincoln Red Imps frá Gíbraltar á útivelli í Sambandsdeildinni í kvöld.

Kike Gomez kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik. Mikael Ishak jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu en Christian Rutjens tryggði Lincoln sigurinn þegar hann skoraði með skalla undir lok leiksins. Gísli var tekinn af velli á 72. mínútu. Þetta var fyrsti sigur hjá liði frá Gíbraltar í Evrópukeppni.

Logi Tómasson spilaði allan leikinn þegar Samsunspor vann öruggan sigur á Dynamo Kiyv. Samsunspor er með sex stig eftir tvær umferðir en Poznan er með þrjú stig.

Guðmundur Þórarinsson kom inn á þegar rúmur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma þegar Noah gerði jafntefli gegn Craiova í Rúmeníu. Noah er með fjögur stig.

Crystal Palace hefur verið í brasi að undanförnu en liðið tapaði gegn AEK Larnaca frá Kýpur. Liðið hefur ekki unnið í síðustu þremur leikjum eftir ótrúlegt skrið. Crystal Palace er með þrjú stig en Larnaca er í 2. sæti með sex stig.

Lincoln 2 - 1 Lech
1-0 Kike Gomez ('33 )
1-1 Mikael Ishak ('77 , víti)
2-1 Christian Rutjens ('88 )

Olomouc 1 - 1 Rakow
1-0 Jan Kral ('83 )
1-1 Stratos Svarnas ('90 )

Universitatea Craiova 1 - 1 Noah
1-0 Monday Etim ('38 )
1-1 Nardin Mulahusejnovic ('73 )

Samsunspor 3 - 0 Dynamo K.
1-0 Anthony Musaba ('2 )
2-0 Marius Mouandilmadji ('34 )
3-0 Carlo Holse ('62 )

Mainz 1 - 0 Zrinjski
1-0 Nelson Weiper ('24 )
Rautt spjald: Igor Savic, Zrinjski ('38)

Hamrun Spartans 0 - 1 Lausanne
0-1 Gaoussou Diakite ('38 )

Crystal Palace 0 - 1 AEK Larnaca
0-1 Riad Bajic ('51 )

Shamrock 0 - 2 Celje
0-1 Mario Kvesic ('33 )
0-2 Franko Kovacevic ('40 )
Athugasemdir
banner
banner
banner