Brasilíski sóknarmaðurinn Estevao varð yngsti markaskorarinn í Meistaradeildinni fyrir Chelsea þegar hann skoraði í 5-1 sigri gegn Ajax í vikunni.
Marc Guiu kom Chelsea yfir og var methafinn áður en Estevao skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Enzo Fernandez skoraði annað markið einnig úr vítaspyrnu en leyfði Estevao að taka annað vítið.
Marc Guiu kom Chelsea yfir og var methafinn áður en Estevao skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Enzo Fernandez skoraði annað markið einnig úr vítaspyrnu en leyfði Estevao að taka annað vítið.
„Enzo er frábær náungi, hann gaf mér tækifæri á að taka vítið. Ég bjóst ekki við því af því hann skoraði úr fyrri spyrnunni hugsaði ég: 'Hann vill skora annað'," sagði Estevao.
„Ég horfði á hann og hann gaf mér boltann, ég var mjög ánægður. Þetta endurspeglar hópinn okkar, mjög samstilltir, leggjum hart að okkur og hjálpumst að. Ég er mjög ánægður að hafa hjálpað Chelsea."
Athugasemdir




