Ísland vann sannfærandi tveggja marka sigur á Norður Írlandi í umspili Þjóðadeildarinnar fyrr í kvöld. Karólína Lea lagði upp bæði mörk Íslands, en hún var að vonum ánægð í viðtali að leik loknum.
Lestu um leikinn: Norður-Írland 0 - 2 Ísland
„Mér fannst við gera þetta fagmannlega. Héldum vel í boltann, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var mikið pláss og mér fannst við nýta það vel. Við hefðum kannski getað skapað okkur aðeins hættulegri færi en eins og ég segi fannst mér við gera þetta fagmannlega.“
Karólína lagði upp bæði mörk leiksins úr föstum leikatriðum.
„Við vitum að þetta er okkar styrkleikur. Við fórum ennþá betur yfir sóknarleik liðsins, mér fannst við gera hrikalega vel í fyrri hálfleik en við hefðum kannski átt að nýta þetta betur í seinni hálfleik. En að ná mörkum úr föstum leikatriðum eru alltaf jákvætt.“
Ísland hafði ekki unnið í síðustu níu keppnisleikjum liðsins fyrir leikinn í kvöld.
„Já, þannig ég þarf að drífa mig inn að fagna,“ sagði Karólína og hló.























