Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
   fös 24. október 2025 14:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pablo kveður Víking á morgun - Sex stórir titlar á fimm árum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Pablo Punyed sagði við Fótbolta.net í gær að það væri mjög ólíklegt að hann yrði áfram hjá Víkingi og félagið hefur nú gefið út að hann muni yfirgefa félagið eftir leikinn gegn Val á morgun.

Pablo gekk í raðir félagsins fyrir tímabilið 2021 og hefur með liðinu unnið þrjá Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla.

Pablo er 35 ára miðjumaður sem kom fyrst til Íslands árið 2012 og hefur leikið með Fjölni, Fylki, Stjörnunni, ÍBV, KR og Víkingi.

Tilkynning Víkings
Kæru Víkingar, Pablo Punyed leikmaður meistaraflokks mun kveðja Hamingjuna í lok tímabils. Síðan Pablo kom til Íslands árið 2012 hefur hann unnið allt sem hægt er að vinna. Þrefaldur Íslandsmeistari með Víking. Þrefaldur Bikarmeistari með Víking. í heildina eru þetta 13 málmar með félagsliðum á Íslandi. Þar af 8 með Víking.

Við hvetjum alla Víkinga til að troðfylla stúkuna á morgun og kveðja Pablo með alvöru partýi. Okkar kæri Pablo Punyed. Takk.

Mikið ofboðslega var gaman að halda öll þessi partý með þér í Hamingjunni og gangi þér vel í næsta skrefi á þínum glæsilega ferli.


Athugasemdir
banner