Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
   fös 24. október 2025 13:00
Kári Snorrason
Ísland mun sigurstranglegra
Eimskip
Íslenska liðið á æfingu í Belfast í gær.
Íslenska liðið á æfingu í Belfast í gær.
Mynd: Kári Snorrason
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: EPA
Íslenska liðið er samankomið í fyrsta sinn eftir EM.
Íslenska liðið er samankomið í fyrsta sinn eftir EM.
Mynd: EPA

Íslenska kvennalandsliðið er talið mun sigurstranglegra þegar það mætir Norður-Írlandi í umspili Þjóðadeildarinnar í kvöld. Leikurinn fer fram á Ballymena Showgrounds, rétt utan Belfast á Norður Írlandi. Sigur í einvíginu setur Ísland í betri stöðu fyrir undankeppni HM 2027.


Ísland er í 17. sæti á heimslista FIFA á meðan Norður-Írland er í 44. sæti heimslistans. Liðið endaði í 2. sæti B-deildar Þjóðadeildarinnar og var með átta stig, átta stigum frá toppliði Póllands.

Veðbankar telja allar líkur á því að íslenska liðið fari með sigur af hólmi en 1.18 er í stuðul á Ísland á Epic. Þá er trúin á þeim norður-írsku lítil en sami veðbanki býður upp á 23 földun ef veðjað er á Norður-Írana.

Erfitt að lesa í þær norður-írsku

Þorsteinn Halldórsson þjálfari liðsins býst við agressívum Norður-Írum og telur íslenska liðið þurfa að vera þolinmótt.

„Þær eru beinskeyttar, grimmar, spila mikið í lágblokk og eru skipulagðar. Við þurfum að vera þolinmóðar þeirri nálgun sem við mætum í þennan leik.“

Norður-Írland lék síðast í upphafi júnímánaðar, gerir það af verkum að það sé erfiðara að lesa í þær? 

„Já, en það eru líka einhverjar breytingar hjá þeim. Einhver meiðsli og eitthvað svoleiðis. Töluverðar breytingar hjá þeim, maður sér ekki endilega hvernig þær koma til með að stilla upp. Þannig að það er líka smá 'twist' í því. Það eru nýir leikmenn þarna sem hafa ekki verið að byrja mikið af leikjum hjá þeim. Það er það sem við þurfum að takast á við.“ 

„Þær eru líka mjög sveigjanlegar í því að skipta um taktík í miðjum leik. Þær spila þrjú, fjögur kerfi, sérstaklega varnarlega, í sínum leik. Við höfum þurft að horfa í það líka í þeirra leik.“ 

Verður sviðsmyndin sú að Ísland verði meira með boltann?

„Ég veit það ekki, jú það gæti alveg verið. Maður gerir sér ekki grein fyrir því hversu hátt þær ætla að koma, hversu mikið þær ætla að pressa. Þetta er ekki endilega lið sem ætlar að halda í boltann, þær eru mikið að spila löngum bolta aftur fyrir öftustu línu. Við þurfum að vera klár í það. Þær spila oft með tvo framherja, þannig við þurfum að vera klár í löngu boltana og návígin sem þær eru grimmar í.


Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Athugasemdir
banner
banner