Það ríkir gríðarlega mikil spenna fyrir lokaumferð deildartímabilsins í Bestu deild karla. Fimm af síðustu sex leikjum tímabilsins fara fram í dag.
FH og Víkingur R. eiga þýðingarlitla heimaleiki í efri hlutanum en það er mikil spenna í neðri hlutanum.
ÍBV og KA eigast fyrst við áður en spennan magnast í fallbaráttunni.
Vestri spilar úrslitaleik við KR á Ísafirði þar sem sigurliðið bjargar sér frá falli. Ljúki leiknum með jafntefli er KR fallið niður um deild í annað sinn í sögunni.
Jafntefli gæti nægt til að bjarga Vestra, ef Afturelding vinnur ekki sinn leik gegn ÍA.
Nýliðarnir úr Mosfellsbæ þurfa að leggja ÍA að velli og vonast eftir jafntefli á Ísafirði til þess að bjarga sér. Öll önnur úrslit munu enda með falli Aftureldingar.
Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 FH-Fram (Kaplakrikavöllur)
16:15 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)
Besta-deild karla - Neðri hluti
12:00 ÍBV-KA (Hásteinsvöllur)
14:00 Vestri-KR (Kerecisvöllurinn)
14:00 ÍA-Afturelding (ELKEM völlurinn)
Besta-deild karla - Efri hluti
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Víkingur R. | 26 | 16 | 6 | 4 | 56 - 31 | +25 | 54 |
| 2. Valur | 26 | 13 | 6 | 7 | 61 - 44 | +17 | 45 |
| 3. Stjarnan | 26 | 12 | 6 | 8 | 48 - 42 | +6 | 42 |
| 4. Breiðablik | 26 | 10 | 9 | 7 | 43 - 40 | +3 | 39 |
| 5. FH | 26 | 8 | 9 | 9 | 46 - 42 | +4 | 33 |
| 6. Fram | 26 | 9 | 6 | 11 | 37 - 37 | 0 | 33 |
Besta-deild karla - Neðri hluti
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. KA | 26 | 10 | 6 | 10 | 41 - 46 | -5 | 36 |
| 2. ÍBV | 26 | 9 | 6 | 11 | 31 - 33 | -2 | 33 |
| 3. ÍA | 26 | 10 | 1 | 15 | 36 - 50 | -14 | 31 |
| 4. Vestri | 26 | 8 | 5 | 13 | 25 - 39 | -14 | 29 |
| 5. KR | 26 | 7 | 7 | 12 | 50 - 61 | -11 | 28 |
| 6. Afturelding | 26 | 6 | 9 | 11 | 36 - 45 | -9 | 27 |
Athugasemdir



