Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
banner
   lau 25. október 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Spútniklið og nágrannar mætast
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Spænska helgin byrjaði í gærkvöldi og í dag eru fjórir leikir á dagskrá, þar sem Girona mætir Real Oviedo í botnslag í hádeginu.

Liðin eiga ekki nema 6 stig hvort eftir 9 umferðir og eru tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Espanyol, sem gæti reynst spútnik lið tímabilsins, tekur á móti Elche og getur klifrað tímabundið upp í þriðja sæti La Liga með sigri. Nýliðar Elche hafa einnig farið gríðarlega vel af stað og eru aðeins einu stigi á eftir Espanyol, hér er því um að ræða mögulegan spútnik-slag.

Nico Williams ætti þá að vera í byrjunarliðinu þegar Athletic Bilbao fær Getafe í heimsókn. Nico er nýlega kominn aftur úr meiðslum en stóri bróðir hans Inaki fór á meiðslalistann í staðinn og missir af slagnum.

Athletic þarf á sigri að halda í efri hluta deildarinnar.

Valencia fær Villarreal í heimsókn í nágrannaslag í lokaleik dagsins. Villarreal situr í þriðja sæti sem stendur en Valencia hefur farið illa af stað, þar sem heil átta stig og ellefu sæti skilja á milli liðanna strax á upphafi tímabils.

Leikir dagsins
12:00 Girona - Oviedo
14:15 Espanyol - Elche
16:30 Athletic Bilbao - Getafe
19:00 Valencia - Villarreal
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 9 8 0 1 20 9 +11 24
2 Barcelona 9 7 1 1 24 10 +14 22
3 Villarreal 9 5 2 2 16 10 +6 17
4 Atletico Madrid 9 4 4 1 16 10 +6 16
5 Betis 9 4 4 1 15 10 +5 16
6 Espanyol 9 4 3 2 13 11 +2 15
7 Elche 9 3 5 1 11 9 +2 14
8 Athletic 9 4 2 3 9 9 0 14
9 Sevilla 10 4 1 5 17 16 +1 13
10 Alaves 9 3 3 3 9 8 +1 12
11 Vallecano 9 3 2 4 11 10 +1 11
12 Getafe 9 3 2 4 9 12 -3 11
13 Osasuna 9 3 1 5 7 9 -2 10
14 Real Sociedad 10 2 3 5 10 14 -4 9
15 Valencia 9 2 3 4 10 14 -4 9
16 Levante 9 2 2 5 13 17 -4 8
17 Mallorca 9 2 2 5 10 14 -4 8
18 Celta 9 0 7 2 8 11 -3 7
19 Girona 9 1 3 5 6 19 -13 6
20 Oviedo 9 2 0 7 4 16 -12 6
Athugasemdir
banner
banner