Rafael Benítez, fyrrum stjóri Liverpool og Real Madrid, hefur verið ráðinn stjóri Panathinaikos á Grikklandi og er launahæsti stjóri í sögu gríska boltans.
Hann gerði tveggja ára samning að verðmæti 8 milljónum evra en með liðinu spilar íslenski landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason.
Hann gerði tveggja ára samning að verðmæti 8 milljónum evra en með liðinu spilar íslenski landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason.
Benítez er 65 ára og kemur í stað Christos Kontis sem var rekinn eftir tap gegn Feyenoord í Evrópudeildinni.
Panathinaikos hefur 20 sinnum orðið grískur meistari en er í sjöunda sæti deildarinnar og hefur tapað síðustu tveimur Evrópuleikjum.
Panathinaikos er fimmtánda félagið á stjóraferli Benítez en hann var síðast með Celta Vigo á Spáni en var rekinn í fyrra. Það var hans fyrsta stjórastarf síðan hann var rekinn frá Everton í janúar 2022.
Hann vann Meistaradeildina með Liverpool 2005 og FA-bikarinn 2006. Hann vann Evrópudeildina með Chelsea 2013. Hann vann spænska meistaratitilinn með Valencia tvívegis.
Athugasemdir


