Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net, sem var frumfluttur í dag, var opinberað val á þeim bestu í Bestu deild karla 2025.
Valnefnd Fótbolta.net velur Vilhjálm Alvar Þórarinsson besta dómara ársins en þetta er annað árið í röð sem hann er valinn. Alls hefur hann þrisvar verið dómari ársins.
Valnefnd Fótbolta.net velur Vilhjálm Alvar Þórarinsson besta dómara ársins en þetta er annað árið í röð sem hann er valinn. Alls hefur hann þrisvar verið dómari ársins.
Á heildina litið má segja að dómgæslan hafi verið býsna góð yfir allt tímabilið eftir erfiðleika í fyrrasumar.
Vilhjálmur Alvar sýndi góða frammistöðu og mikinn stöðugleika í gegnum allt tímabilið, rétt eins og í fyrra. Hann hefur gríðarlega góða stjórn á leikjum og með góðan leikskilning.
Sigurður Hjörtur Þrastarson og Ívar Orri Kristjánsson áttu líka gott tímabil en Vilhjálmur Alvar tekur titilinn.

Sjá einnig:
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari ársins 2024
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2023
Jóhann Ingi Jónsson dómari ársins 2022
Jóhann Ingi Jónsson dómari ársins 2021
Ívar Orri Kristjánsson dómari ársins 2020
Ívar Orri Kristjánsson dómari ársins 2019
Þóroddur Hjaltalín dómari ársins 2018
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari ársins 2017
Þorvaldur Árnason dómari ársins 2016
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2015
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2014
Garðar Örn Hinriksson dómari ársins 2013
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2012
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2011
Athugasemdir

