Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
banner
   fim 23. október 2025 20:28
Elvar Geir Magnússon
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Ólafur Ingi á hliðarlínunni í dag.
Ólafur Ingi á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik gerði markalaust jafntefli við KuPS, finnsku meistarana, í Sambandsdeildinni í dag. Blikar fengu svo sannarlega tækifæri til að vinna leikinn, meðal annars klúðruðu þeir vítaspyrnu.

Þetta var fyrsta stig Breiðabliks í Sambandsdeildinni, eftir að hafa tapað sjö leikjum, og Ólafur Ingi Skúlason, nýr þjálfari liðsins, fékk þá spurningu hvort hann liti á eftir leikinn að glasið væri hálffullt eða hálftómt?

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  0 KuPS

„Hálffullt klárlega. Mér fannst við gera nóg til að skora í dag. Það gekk því miður ekki. Við tökum stigið, það er betra en ekki neitt. Auðvitað erum við örlítið fúlir yfir því að hafa ekki unnið þetta en ég er stoltur af frammistöðunni. Það er búið að ganga mikið á. Við mættum vel undirbúnir og menn voru flottir í dag," segi Ólafur.

Höskuldur Gunnlaugsson klúðraði vítaspyrnu í leiknum, skaut framhjá.

„Það er bara partur af fótbolta. Við fengum fleiri færi sem við hefðum getað nýtt betur. Og stöður þar sem við hefðum getað skapað tækifæri. Það var margt mjög jákvætt og við þurfum að byggja ofan á þetta."

Óvíst hvort Anton Logi verði með á sunnudag
Anton Logi Lúðvíksson var ekki í leikmannahópi Breiðabliks í dag.

„Hann hefur aðeins verið meiddur. Hann hefur verið í smá brasi með öxlina svo við þurfum að sjá til með hann. Við skoðum hann næstu daga og sjáum hvernig staðan á honum verður," segir Ólafur en óvíst er með þátttöku Antons í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni á sunnudag.

Breiðablik mætir Stjörnunni í lokaumferð Bestu deildarinnar og þarf að vinna með tveggja marka mun eða meira til að hrifsa Evrópusætið af Garðbæingum. Ólafur ræðir nánar um þann leik í viðtalinu sem sjá má hér að ofan.
Athugasemdir
banner