Werder Bremen 1 - 0 Union Berlin
1-0 Marco Grull ('72 )
1-0 Marco Grull ('72 )
Werder Bremen tók á móti Union Berlin í fyrsta leik helgarinnar í efstu deild þýska boltans.
Staðan var markalaus lengst af í tíðindalitlum leik en það var Marco Grüll sem réði úrslitum með góðu skoti eftir laglegt einstaklingsframtak úti á hægri kantinum. Hann keyrði inn í vítateiginn, fór framhjá bakverðinum, á vinstri skotfótinn sinn og kláraði með flottu skoti í fjarhornið.
Liðin eru bæði um miðja deild eftir viðureignina. Bremen á 11 stig eftir 8 umferðir, einu stigi meira heldur en Berlin.
Grüll er 27 ára kantmaður með 7 A-landsleiki að baki fyrir Austurríki.
Athugasemdir



