Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
banner
   fös 24. október 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hæstánægður með Maguire en segir hann geta bætt sig - „Markið er í fortíðinni"
Maguire er tæpur fyrir leikinn á morgun.
Maguire er tæpur fyrir leikinn á morgun.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ruben Amorim, stjóri Man Utd, segir að Harry Maguire sé massífur leikmaður fyrir félagið en neitaði að blanda sér í umræðu um framtíð miðvarðarins. Maguire verður samningslaus næsta sumar.

Maguire er 32 ára og skoraði sigurmark United gegn erkifjendunum í Liverpool um síðustu helgi. Hann má ræða við félög utan Englands í janúar.

„Við erum mjög ánægðir með Harry. Það er ekki tími til að tala um það núna. Það gefur í skyn að við séum að hugsa um eitthvað sem er svo fjarlægt."

„Hann er mjög mikilvægur fyrir okkur, en við þurfum að einbeita okkur að næsta leik."

„Ég held það sé gott fyrir hann að spila í þriggja manna línu aftast og honum líður betur þegar hann spilar fyrir miðju því þá þarf hann ekki að fara mikið út í breiddina. Ég er mjög ánægður með hann."

„Hann er ekki ungur, en hann getur lært mikið. Hann getur bætt ig. Ég held að hann geti orðið enn betri á boltanum. Hann er með þau gæði, og þarf að sýna þau."

„Hann er risastór leikmaður fyrir okkur. Hann þarf að halda áfram. Síðasti leikur er í fortíðinni. Markið er í fortíðinni. Höldum áfram í nútíðina og framtíðina,"
sagði Amorim á fréttamannafundi í dag.

Manchester United mætir Brighton í úrvalsdeildinni seinni partinn á morgun. Maguire er að glíma við einhver meiðsli og er tæpur fyrir leikinn á morgun. Það sama á við um Mason Mount.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
14 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
15 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
16 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 8 1 1 6 6 18 -12 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner