Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
   fös 24. október 2025 08:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Framlengir við Brentford - Hefur barist við meiðsli í tæp tvö ár
Mynd: EPA
Josh Dasilva hefur skrifað undir nýjan samning við Brentford. Samningurinn er í gildi út tímabilið með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.

Dasilva er 27 ára gamall miðjumaður en hann meiddist illa á æfingu í febrúar í fyrra og hefur ekkert spilað síðan þá.

Samningur hans við Brentford rann út eftir síðasta tímabil en hann var áfram hjá félaginu í endurhæfingu og ákveðið hefur verið að framlengja samninginn hans.

„Ég hef viljað mikið að þessi mál yrðu kláruð, rætt við Phil Giles (yfirmann fótboltamála) um hversu mikilvægur hann er fyrir hópiinn. Ég hef haft hann með í næsta kafla sem við erum á leiðinni í. Hann skilur félagið og er mjög snjall maður sem þykir vænt um félagið," sagði Keith Andrews, stjóri Brentford.

„Á endanum viljum við koma honum út á grasið því ef við komum honum í sitt gamla form mun hann vera mjög mikilvægur fyrir okkur."
Athugasemdir
banner