Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
   lau 25. október 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Titilslagurinn frá því í fyrra
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það verða fjórir Serie A leikir spilaðir í dag þar sem fjörið hefst í Parma og Údíne.

Parma tekur á móti Como í áhugaverðum slag á meðan Udinese spilar við Þóri Jóhann Helgason og félaga frá Lecce.

Stórleikur helgarinnar fer svo fram í Napólí þar sem Ítalíumeistararnir taka á móti Inter, sem endaði í öðru sæti á síðustu leiktíð einu stigi á eftir Napoli.

Síðustu þremur innbyrðisviðureignum liðanna hefur lokið með 1-1 jafntefli og því má búast við jöfnum slag, þó að Napoli hafi ekki verið sannfærandi upp á síðkastið. Lærisveinar Antonio Conte töpuðu 6-2 gegn PSV Eindhoven í miðri viku.

Síðasti leikur kvöldsins fer svo fram í Cremona, þar sem nýliðarnir taka á móti lærlingum Ivan Juric í liði Atalanta sem mistókst að skora á heimavelli gegn Slavia Prag í miðri viku.

Leikir dagsins
13:00 Parma - Como
13:00 Udinese - Lecce
16:00 Napoli - Inter
18:45 Cremonese - Atalanta
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 8 5 2 1 13 6 +7 17
2 Inter 7 5 0 2 18 8 +10 15
3 Napoli 7 5 0 2 12 7 +5 15
4 Roma 7 5 0 2 7 3 +4 15
5 Bologna 7 4 1 2 11 5 +6 13
6 Como 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Juventus 7 3 3 1 9 7 +2 12
8 Atalanta 7 2 5 0 11 5 +6 11
9 Sassuolo 7 3 1 3 8 8 0 10
10 Cremonese 7 2 4 1 8 9 -1 10
11 Udinese 7 2 3 2 7 10 -3 9
12 Lazio 7 2 2 3 10 7 +3 8
13 Cagliari 7 2 2 3 6 8 -2 8
14 Torino 7 2 2 3 6 13 -7 8
15 Parma 7 1 3 3 3 7 -4 6
16 Lecce 7 1 3 3 5 10 -5 6
17 Pisa 8 0 4 4 5 12 -7 4
18 Verona 7 0 4 3 2 9 -7 4
19 Fiorentina 7 0 3 4 5 10 -5 3
20 Genoa 7 0 3 4 3 9 -6 3
Athugasemdir
banner
banner