Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
banner
   fös 24. október 2025 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Helgi Guðjóns spáir í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Helgi Guðjónsson.
Helgi Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nick Woltemade hefur farið vel af stað með Newcastle.
Nick Woltemade hefur farið vel af stað með Newcastle.
Mynd: EPA
Magnaður Maguire.
Magnaður Maguire.
Mynd: EPA
Ætli Kelleher verji svo ekki víti frá Salah?
Ætli Kelleher verji svo ekki víti frá Salah?
Mynd: EPA
Thelma Karen Pálmadóttir var með fjóra rétta þegar hún spáði í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Núna er komið að níundu umferð deildarinnar - hún hefst í kvöld - og Helgi Guðjónsson, besti bakvörður Bestu deildarinnar, spáir í leikina að þessu sinni.

Leeds 2 - 2 West Ham (19:00 í kvöld)
Umferðin fer frábærlega af stað og Bowen setur tvennu og Calvert Lewin slysast til að skora eitt úr total XG upp á 4,27

Chelsea 2 - 0 Sunderland (14:00 á morgun)
Þetta verður auðvelt fyrir þá bláu. Garnacho með eitt mark, ætlar svo að taka Suiii að hætti Cristiano en það mistekst all hressilega og hann rennur á andlitið.

Newcastle 3 - 0 Fulham (14:00 á morgun)
Það er ekkert grín að fara á St James’ Park. Mínir menn i fantasy Gordon og Woltemade verða báðir á skotskónum.

Man Utd 3 - 2 Brighton (16:30 á morgun)
Mínir menn i United geta yfirleitt ekkert á móti Brighton, en Amorim er búinn að gera einhverja unplayable skepnu úr Maguire og hann setur winnerinn aftur undir lok leiks.

Brentford 1 - 2 Liverpool (19:00 á morgun)
Hefur verið alvöru ströggl á Liverpool undanfarið en þeir rétt merja Brentford, Ekitike og Gakpo með mörkin. Ætli Kelleher verji svo ekki víti frá Salah?

Arsenal 2 - 0 Crystal Palace (14.00 á sunnudag)
Mörkin munu koma engum á óvart, bæði úr föstum leikatriðum. Saka úr víti og Timber eftir hornspyrnu

Aston Villa 2 - 2 Man City (14:00 á sunnudag)
Þetta verður mjög skemmtilegur leikur. Haaland heldur áfram að skora og setur bæði fyrir City, Malen og Rogers setjann fyrir Villa.

Bournemouth 2 - 1 Nottingham Forest (14:00 á sunnudag)
Ef það er einhver stjóri sem getur hægt á Semenyo, þá er það akkúrat Sean Dyche nýji stjóri Forest. En Semenyo er bara það heitur þessa stundina að það er ekkert sem fær hann stöðvað og hann klárar þetta fyrir Bournemouth seint í seinni hálfleik.

Wolves 1 - 0 Burnley (14:00 á sunnudag)
Úfff ég hefði alltaf sett 0-0 á þennan en Pálmi vinur minn, fyrrverandi markmaður Wolves lofaði mér að Matt Doherty besti vinur hans væri kominn í gang og myndi reima á sig markaskóna.

Everton 2 - 1 Tottenham (16:30 á sunnudag)
Þvílíka virkið þessi nýji heimavöllur hjá Everton, sé bara ekki Tottenham fara þarna og sækja sigur. Beto skorar bæði fyrir Everton og Richarlison setur mark gestanna og biðst svo afsökunar á að skora gegn sínu gamla liði.

Fyrri spámenn:
Sævar Atli (6 réttir)
Ísak Bergmann (6 réttir)
Hjammi (5 réttir)
Martin Hermanns (5 réttir)
Thelma Karen (4 réttir)
Tumi Þorvars (4 réttir)
Gummi Ben (4 réttir)
Valgeir Valgeirs (2 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
14 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
15 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
16 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 8 1 1 6 6 18 -12 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner