Lokaumferð Bestu deildarinnar er um helgina og fallbaráttan ræðst á morgun. Vestri og KR mætast á Ísafirði í leik þar sem bæði lið þurfa að sækja til sigurs.
KR verður að vinna en jafntefli dugar Vestra til að halda sér ef Afturelding vinnur ekki ÍA. Mosfellingar verða að vinna og treysta á jafntefli á Ísafirði.
KR verður að vinna en jafntefli dugar Vestra til að halda sér ef Afturelding vinnur ekki ÍA. Mosfellingar verða að vinna og treysta á jafntefli á Ísafirði.
Sigurður Hjörtur Þrastarson mun dæma leik Vestra og KR. Patrik Freyr Guðmundsson og Eðvarð Eðvarðsson verða aðstoðardómarar og Sveinn Arnarsson fjórði dómari.
Twana Khalid Ahmed dæmir leik ÍA og Aftureldingar. Kristján Már Ólafs og Ragnar Þór Bender verða aðstoðardómarar. Gunnar Freyr Róbertsson er fjórði dómari.
Hér má sjá hverjir dæma leiki morgundagsins:
laugardagur 25. október
Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 FH-Fram (Pétur Guðmundsson)
16:15 Víkingur R.-Valur (Helgi Mikael Jónasson)
Besta-deild karla - Neðri hluti
12:00 ÍBV-KA (Gunnar Oddur Hafliðason)
14:00 Vestri-KR (Sigurður Hjörtur Þrastarson)
14:00 ÍA-Afturelding (Twana Khalid Ahmed)
Besta-deild karla - Efri hluti
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Víkingur R. | 26 | 16 | 6 | 4 | 56 - 31 | +25 | 54 |
| 2. Valur | 26 | 13 | 6 | 7 | 61 - 44 | +17 | 45 |
| 3. Stjarnan | 26 | 12 | 6 | 8 | 48 - 42 | +6 | 42 |
| 4. Breiðablik | 26 | 10 | 9 | 7 | 43 - 40 | +3 | 39 |
| 5. FH | 26 | 8 | 9 | 9 | 46 - 42 | +4 | 33 |
| 6. Fram | 26 | 9 | 6 | 11 | 37 - 37 | 0 | 33 |
Besta-deild karla - Neðri hluti
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. KA | 26 | 10 | 6 | 10 | 41 - 46 | -5 | 36 |
| 2. ÍBV | 26 | 9 | 6 | 11 | 31 - 33 | -2 | 33 |
| 3. ÍA | 26 | 10 | 1 | 15 | 36 - 50 | -14 | 31 |
| 4. Vestri | 26 | 8 | 5 | 13 | 25 - 39 | -14 | 29 |
| 5. KR | 26 | 7 | 7 | 12 | 50 - 61 | -11 | 28 |
| 6. Afturelding | 26 | 6 | 9 | 11 | 36 - 45 | -9 | 27 |
Athugasemdir



