Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
banner
   fös 24. október 2025 21:07
Ívan Guðjón Baldursson
England: Enn tapar West Ham
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Leeds 2 - 1 West Ham
1-0 Brenden Aaronson ('3)
2-0 Joe Rodon ('15)
2-1 Mateus Fernandes ('90)

Nýliðar Leeds United tóku á móti West Ham í enska boltanum í kvöld og tóku forystuna snemma leiks, þegar Brenden Aaronson skoraði eftir vandræðagang í vörn Hamranna.

Hömrunum mistókst að verjast fyrirgjöf þar sem þeir töpuðu baráttunni um boltann tvisvar sinnum áður en Aaronson setti boltann í netið af stuttu færi.

Tólf mínútum síðar tvöfölduðu heimamenn forystuna sína með marki frá miðverðinum Joe Rodon eftir hornspyrnu. Skelfilegur varnarleikur Hamranna sýndi engin batamerki á upphafsmínútunum.

Lucas Paquetá setti boltann í netið en ekki dæmt mark eftir nánari athugun vegna naumrar rangstöðu, staðan var því 2-0 í leikhlé.

Varnarleikur West Ham skánaði mikið í síðari hálfleik en liðinu tókst ekki að skapa sér færi til að minnka muninn þar til á lokamínútunum. Jarrod Bowen gerði mjög vel að fara framhjá einum varnarmanni og gefa boltann fyrir, þar sem Matues Fernandes kláraði með góðum skalla.

Það dugði þó ekki til fyrir lærlinga Nuno Espírito Santo, sem eiga aðeins 4 stig eftir 9 umferðir af úrvalsdeildartímabilinu.

Leeds er komið með 11 stig.
Athugasemdir
banner