Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
   lau 25. október 2025 00:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir að Siggi Lár muni ekki spila gegn Víkingi og nefnir tvær ástæður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur mun enda í 2. sæti nema eitthvað ótrúlegt gerist í lokaumferðinni, liðið er með ellefu mörkum betri markatölu en Stjarnan sem er í 3. sætinu.

Valur mætir Víkingi klukkan 16:45 í dag, laugardag, á Víkingsvelli.

Vikan hefur verið ansi sérstök hjá Val og nafn Sigurðar Egils Lárussonar mikið verið á milli tannana á fólki vegna viðskilnaðarins við Val og hvernig var staðið að honum.

Baldvin Már Borgarsson er þáttarstjórnandi Kjaftæðisins hér á Fótbolti.net og hann sagði í nýjasti þættinum að hann hefði heimildir fyrir því að Sigurður Egill myndi ekki taka þátt í leiknum gegn Víkingi.

„Ég hef mjög öruggar heimildir fyrir því að Sigurður Egill sé ekki að fara spila þennan leik. Það er hans val. Það sem spilar inn í þetta er að hann er núna orðinn samningslaus, hvað gerist ef hann spilar og meiðist illa?"

„Hann er líka hálf eyðilagður yfir því hvernig þetta hefur verið. Hann fékk enga heiðursskiptingu, engin blóm í síðasta heimaleiknum. Sigga fannst þetta ömurlegt og það sem gerist í kjölfarið er glórulaust."
segir Baldvin. Hægt er að hlusta á þáttinn neðst og umræðuna eftir um 55 mínútur.

Sigurður var ósáttur við hvernig var staðið að viðskilnaðinum, að hann hafi fengið skilaboð á Messenger þar sem honum var tilkynnt að hann fengi ekki áframhaldandi samning. Eftir að Sigurður sagði frá því gaf stjórn Vals út ansi dapra yfirlýsingu sem Sigurður, og margir aðrir, gagnrýndu og í kjölfarið baðst Valur afsökunar.

Sigurður Egill er 33 ára og hefur síðustu tímabil spilað sem vinstri bakvörður. Hann hefur verið hjá Val í 13 ár og er sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki í treyju félagsins í efstu deild.

Í slúðurpakkanum sem birtur var á föstudag var Sigurður orðaður við Víking, Breiðablik, Fram, Þrótt og KR.
Kjaftæðið - United menn enn á bleiku skýi og hvað gerist í Bestu?
Athugasemdir
banner