Inter Miami hefur staðfest að Lionel Messi hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Samningurinn er í gildi út tímabilið 2028. Messi er 38 ára gamll og verður því orðinn 41 árs þegar samningnum lýkur.
„Ég er mjög ánægður að vera hérna áfram og halda áfram þessu verkefni sem er ekki aðeins draumur heldur hefur orðið að veruleika, að spila á þessum velli. Ég hef verið mjög ánægður síðan ég kom til Miami svo ég er virkilega ánægður að vera hérna áfram," sagði Messi.
„Ég er mjög ánægður að vera hérna áfram og halda áfram þessu verkefni sem er ekki aðeins draumur heldur hefur orðið að veruleika, að spila á þessum velli. Ég hef verið mjög ánægður síðan ég kom til Miami svo ég er virkilega ánægður að vera hérna áfram," sagði Messi.
Messi gekk til liðs við Inter Miami árið 2023. Liðið hefur unnið bikarkeppnina og deildarkeppnina síðan þá. Hann var besti leikmaðurinn í fyrra þegar hann kom að 36 mörkum í 20 leikjum.
Hann vann gullskóinn á nýliðnu deildartímabili þar sem hann skoraði 29 mörk.
Inter Miami er komið áfram í úrslitakeppnina þar sem liðið mætir Nashville í fyrstu umferð. Liðið hafnaði í 3. sæti í Austurdeildinni.
HE’S HOME. pic.twitter.com/AUMJJYR5pF
— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) October 23, 2025
Athugasemdir



