Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
banner
   fös 24. október 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Að snúa aftur eftir hjartastoppið fyrir tæpum tveimur árum
Mynd: EPA
Það styttist í að Tom Lockyer byrji aftur að spila fótbolta en hann hefur ekkert spilað síðan hann fór í hjartastopp í leik með Luton gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni þann 16. desember 2023.

Hann þurfti síðan að fara í aðgerðir á ökkla seinna meir.

Samningur hans við Luton rann út síðasta sumar og hann hefur því verið samningslaus þangað til núna.

Hann er genginn til liðs við Bristol Rovers sem er í 16. sæti með 17 stig eftir 13 umferðir í ensku D-deildinni. Lockyer er þrítugur og er uppalinn hjá Cardiff en gekk ungur að árum til Bristol Rovers og hann hóf atvinnumannaferilinn sinn þar.

Hann gekk til liðs við Charlton árið 2019 og svo til Luton ári síðar.

„Það er mjög góð tilfinning að vera orðinn leikmaður Bristol Rovers aftur. Ég hef verið að æfa hérna svolítið og hef reynt að hugsa ekki of mikið um þetta eða orðið of spenntur. En um leið og ég vissi að þjálfarinn vildi gera eitthvað með þetta var það auðvelt fyrir mig að taka ákvörðun um að koma aftur heim," sagði Lockyer.
Athugasemdir
banner