Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
banner
   lau 25. október 2025 17:44
Brynjar Óli Ágústsson
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Blóðið manns er svart og hvítt
Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH
Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er náttúrulega súrt að tapa og sérstaklega svona úr seinustu spyrnunni, en svona er fótboltinn,'' segir Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, eftir 3-4 tap gegn Fram í sínum seinasta leik fyrir FH.


Lestu um leikinn: FH 3 -  4 Fram

„Maður hefur upplifað margt í gegnum tímann í fótbolta og ég labba ekki frá þessum leik hugsandi það að ferillinn hafi verið eitthvað klúður því töpuðum þessum leik. Ég er búinn að eiga frábæran dag og virkilega ánægður og gaman að sjá hvað félagið lagði á sér til að kveðja mig. Það koma einhverjar vikur núna að maður nær utan um það að maður sé hættur í fótbolta,''

Völlurinn var alveg frosinn en það var vilji báða liða að klára leikinn núna í staðinn fyrir að fresta honum.

„Ég er ánægður að við spiluðum leikinn þrátt fyrir að völlurinn væri frosinn og allt það. Ég hefði ekki nennt að fara spila á morgun. Ég var farinn að finna helvítið mikið til aftan í lærunum og bakinu þegar leið á leikinn. Ég fór til Heimis í hálfleik og sagði að við höfum þetta bara 10 mínútur í viðbót og við köllum við þetta gott,''

Björn Daníel var nálægt því að skora í hans lokaleik en hann náði að kveðja með stoðsendingu í dag.

„Ég fékk eitt skalla færi frá vítapunktinum og það hefði verið gaman að skalla hann inn. Ég sagði inn í klefa fyrir leik að það var ekki endilega að ég þyrfti að kveðja með marki, það var meira að liðið myndi hjálpa Sigga að skora mörk í dag og það gekk eftir. Ég held að Siggi sé nánast öruggur með skó, þannig það er gaman fyrir hann. Ég tek stoðsendingunni glaður, gaman að geta lagt eitthvað að mörkum í seinasta leiknum,''

Björn Daníel var spurður hvernig það er að fara frá FH eftir að hafa spilað allt sitt tímabil hjá þeim.

„Ég er búinn að spila 13 ár hjá FH núna, maður er orðinn eins og húsgögn hérna í Kaplakrika. Dóttir mín er farin að þekkja þetta sem annað heimilið sitt. Framtíðin er björt hjá FH bæði í karla og kvenna boltanum. Ég hef fengið titla, ég hef fengið fallbaráttu og það er bara er gaman að hafa verið partur af þessu öllu. Ég hef eignast vini hérna fyrir lífstíð og blóðið manns er farið að breytast yfir í rautt yfir í svart og hvítt, búið að vera þannig síðan maður var 5 ára og það er ekkert að fara breytast,''

Björn Daníel var spurður út í framtíð sína.

„Ég get allavega sagt að ég er hættur að spila, ég á ekki eftir að spila meiri fótbolta. Það kemur bar í ljós á næstum vikum og ég er að skoða hvað ég ætla að gera og bara spenntur fyrir framtíðina,''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner