Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
   fös 24. október 2025 08:30
Elvar Geir Magnússon
Sex manna listi Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í Barcelona
Powerade
Andrey Santos er á óskalista Manchester United.
Andrey Santos er á óskalista Manchester United.
Mynd: Chelsea
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: EPA
Richarlison aftur til Everton?
Richarlison aftur til Everton?
Mynd: EPA
Það er heldur betur spennandi fótboltahelgi framundan, bæði hér heima og erlendis. Hér er slúðurpakkinn í boði Powerade en BBC tók saman.

Manchester United er opið fyrir því að kaupa tvo nýja miðjumenn á næsta ári. Brasilíski landsliðsmaðurinn Andrey Santos (21) hjá Chelsea er meðal nafna á sex manna lista en þar er einnig Carlos Baleba (21), Kamerúninn hjá Brighton. (TalkSport)

United hefur einnig áhuga á Adam Wharton (21) hjá Crystal Palace, Elliot Anderson (22) hjá Nottingham Forest, Conor Gallagher (25) hjá Atletico Madrid og Angelo Stiller (24) hjá Stuttgart. (Mirror)

Marcus Rashford (27) vill fara alfarið til Barcelona en hann er hjá félaginu á láni fá Manchester United. Katalónska félagið er með möguleika á að kaupa hann alfarið eftir tímabilið. (ESPN)

Þýski sóknarmaðurinn Nick Woltemade (23) hjá Newcastle vonast til að spila fyrir Bayern München í framtíðinni. (Bild)

Marc Guehi (25), miðvörður Crystal Palace, er einn af þeim varnarmönnum sem Bayern München hefur áhuga á. Þýskalandsmeistararnir horfa einnig til Nico Schlotterbeck (25) hjá Borussia Dortmund ef Dayet Upamecani (26) framlengir ekki samning sinn eða Kim Min-jae (28) er seldur. (Sky Sports Þýskalandi)

Everton hefur áhuga á að kaupa Richarlison (28) til baka en Tottenham er tilbúið að hlusta á tilboð í Brasilíumanninn í janúa. (TeamTalk)

Hollenski framherjinn Joshua Zirkzee (24) mun biðja um að yfirgefa Manchester United í janúarglugganum en West Ham er talið líklegast. (Mirror)

Zirkzee vill helst vera áfram í ensku úrvalsdeildinni en hann reynir að vinna sér inn sæti í hollenska landsliðshópnum fyrir HM á næsta ári. (Star)

JJ Gabriel (15) hefur æft með aðalliði Manchester United í vikunni. Vængmaðurinn ungi hefur verið að taka hröðum framförum en vegna aldurs hefur hann ekki leyfi til að spila með liðinu á þessu tímabili. (Mirror)

AC Milan, Aston Villa og West Ham eru meðal félaga sem hafa áhuga á króatíska miðjumanninum Mateo Kovacic (31) hjá Manchester City. (Caught Offside)

Þýski markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen (33) gæti yfirgefið Barcelona í janúar en það hafa þegar borist fyrirspurnir í hann. (Sky Sports Þýskalandi)

Chelsea skoðar markaðinn í leit að nýjum markverði og gæti reynt að fá Ter Stegen lánaðan áður en reynt verði að fá franska landsliðsmarkvörðinn Mike Maignan (30) frá AC Milan á frjálsri sölu næsta sumar. (TeamTalk)

Rafael Benítez, fyrrum stjóri Real Madrid og Liverpool, er að taka við Panathinaikos í Grikklandi. (Mail). Sverrir Ingi Ingason er meðal leikmanna liðsins.
Athugasemdir
banner
banner