Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
banner
   fös 24. október 2025 11:24
Kári Snorrason
Belfast
Hvað er í húfi gegn Norður-Írum?
Eimskip
Sigur í einvíginu myndi gera leiðina á HM greiðari.
Sigur í einvíginu myndi gera leiðina á HM greiðari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liðið á æfingu í Belfast í gær.
Liðið á æfingu í Belfast í gær.
Mynd: Kári Snorrason
HM 2027 er haldið í Brasilíu.
HM 2027 er haldið í Brasilíu.
Mynd: EPA

Íslenska kvennalandsliðið mætir því norður-írska í fyrri viðureign liðanna í umspili Þjóðadeildarinnar í kvöld,. Seinni leikurinn fer fram á þriðjudaginn á Laugardalsvelli. Liðið sem sigrar einvígið verður í A-deild Þjóðadeildarinnar en hvers vegna er það mikilvægt fyrir íslenska liðið að leika í A-deild?


Lestu um leikinn: Norður-Írland 0 -  0 Ísland

Fyrri umferð umspilsins

Þjóðadeildin er margslungin og flókin en hún er í raun undankeppni fyrir HM í Brasilíu 2027. Öll lið í A-deild fá sæti í umspili fyrir HM og munu sigurvegarar riðlanna tryggja sér beint sæti á mótið í Brasilíu.

Í umspilinu verða alls 32 lið, röðuð eftir styrkleika þar sem A-deildarlið fá greiðari leið á HM. Umspilið er leikin í tveimur umferðum og er með nokkur flækjustig.

A-deild Þjóðadeildarinnar skiptist í fjóra riðla og fjögur lið í hverjum riðli. Liðin sem enda í 2. og 3. sæti í A-deild (alls átta) mæta sex sigurvegurum í C-deild og tveimur bestu liðunum í 2. sæti þar.

Lendi Ísland neðst í sínum riðli í A-deild, fer liðið í umspil með efstu liðum B-deildar og mæta þeim sem enda í 2. og 3. sæti í B-deild.

Seinni umferð umspilsins

Í seinni umferð umspilsins mætast sigurvegarar fyrri leikja. Þar leika annars vegar liðin sem komu úr einvígum milli 2. og 3. sæta í A-deild og efstu liða í C-deild, og hins vegar þau sem komu úr einvígum milli neðstu liða í A-deild og efstu liða í B-deild.

Til þess að bæta við enn öðru flækjustiginu þá komast allir sigurvegarar seinni umferðar á HM, nema eitt lið. Það lið sem er með lakasta árangurinn mun halda áfram í umspili og mætir löndum frá öðrum heimsálfum.

Á mannamáli

Umspilsfyrirkomulagið er vægast sagt flókið, en til þess að brjóta þetta niður þá er sigur á morgun nauðsynlegur ef liðið vill fá möguleika til að komast beint á HM.

Einnig mætir Ísland lakari andstæðingum í umspilinu fari svo að liðið tryggir sér í A-deild og endar ekki neðst í riðlinum þar. Þá verður íslenska liðið jafnframt skráð í hærri styrkleikaflokk fyrir þessa undankeppn,i fari svo að Ísland vinni einvígið. Dregið verður þann 4. nóvember.

Erfiðari andstæðingar í umspilinu ef við töpum, en möguleiki á að komast beint á HM og lægra skrifaðir andstæðingar bíða okkur í umspilinu með sigri. Það er því ljóst að mikið er í húfi í leikjunum tveimur gegn Norður-Írum. 


Athugasemdir
banner