„Mjög ánægð, þetta var bara fínn leikur og gott að fara héðan með sigur. Þetta er í raun bara eins og fyrri hálfleikur þannig það er nóg eftir og okkur langar að gera ennþá betur á heimavelli." Sagði fyrirliðinn, Glódís Perla Viggósdóttir um sigurleikinn gegn Norður-Írlandi
Lestu um leikinn: Norður-Írland 0 - 2 Ísland
„Við vorum mikið með boltann, þurftum að vera þolinmóðar, þurftum að leita að opnunum. Fundum það aðeins betur í fyrri hálfleik og vorum að skapa okkur mikið af færum. Svo seinni hálfleikur aðeins svona, veit ekki hvort við droppum aðeins í okkar tempói eða þær fjölga aðeins í miðjunni hjá sér og ná aðeins betur að loka á okkur en gott að vera komin í 2-0 í hálfleik."
„Fyrri hálfleikur spilaðist alveg eins og við vorum búnar að búast við og undirbúa, seinni hálfleikur þá breyta þær aðeins og við vorum ekki nógu fljótar að átta okkur á hvernig við myndum leysa það eins vel og við gerðum í fyrri hálfleik en við verðum búnar að skoða það vel fyrir næsta leik."
Bæði mörk Íslands komu úr föstum leikatriðum í kvöld
„Þetta er styrkleiki sem við höfum alltaf haft, við erum með góða spyrnumenn og góða skallamenn."
„Ég held að við höfum náð að skapa fullt af færum það er meira að við náum ekki að klára hann inn í netið."
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan























