Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
   fös 24. október 2025 21:24
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Oyarzabal tryggði sigur gegn Sevilla
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Real Sociedad 2 - 1 Sevilla
1-0 Mikel Oyarzabal ('19 , víti)
1-1 Nemanja Gudelj ('30 )
2-1 Mikel Oyarzabal ('36 )

Mikel Oyarzabal var hetjan þegar Real Sociedad tók á móti Sevilla í fyrsta leik helgarinnar í spænska boltanum. Orri Steinn Óskarsson var ekki í hóp vegna meiðsla.

Oyarzabal bar fyrirliðabandið og skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu vegna hendi innan vítateigs á 19. mínútu.

Nemanja Gudelj svaraði því með jöfnunarmarki eftir skemmtilega útfærða aukaspyrnu en Oyarzabal var aftur á ferðinni skömmu síðar. Hann skoraði sitt annað mark eftir mikinn klaufagang í varnarleik Sevilla, sem fékk markið á sig eftir sitt eigið innkast.

Staðan var því 2-1 í leikhlé og gerðu heimamenn virkilega vel að loka á gestina í síðari hálfleik. Sevilla hélt boltanum 70% í síðari hálfleik en tókst ekki að skapa sér hálffæri.

Lokatölur 2-1 og er þetta aðeins annar sigur Sociedad á deildartímabilinu. Liðið er með 9 stig eftir 10 umferðir, fjórum stigum minna heldur en Sevilla.

Framundan er gríðarlega mikilvægur nágrannaslagur hjá Sociedad á heimavelli gegn Athletic Bilbao, en honum fylgja útileikir gegn Osasuna og Elche.
Athugasemdir
banner