Spænska landsliðið er með annan fótinn í úrslitaleik Þjóðadeildar kvenna eftir þægilegan fjögurra marka sigur gegn Svíum í kvöld.
Heimakonur í liði Spánar voru talsvert sterkari þar sem Alexia Putellas og Claudia Pina skiptust á að skora mörkin er þær settu sitthvora tvennuna.
Seinni leikurinn fer fram eftir fjóra daga í Svíþjóð en þær spænsku eru í draumastöðu til að tryggja sér þátttökurétt í úrslitaleiknum. Þar mæta þar annað hvort Þýskalandi eða Frakklandi, en þær þýsku unnu fyrri viðureign stórþjóðanna 1-0 í dag.
Írland og Belgía áttust einnig við í fyrri úrslitaleik liðanna um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar og gerðu þær írsku sýndu flotta frammistöðu og skópu frábæran sigur á heimavelli.
Vinstri bakvörðurinn Katie McCabe átti stórleik þar sem hún skoraði tvennu, en hún er fyrirliði írska landsliðsins og hefur verið síðastliðin átta ár.
Lokatölur 4-2 fyrir Írlandi sem er í flottri stöðu fyrir erfiðan útileik í Belgíu.
Spánn 4 - 0 Svíþjóð
1-0 Alexia Putellas ('11)
2-0 Claudia Pina ('32)
3-0 Alexia Putellas ('35)
4-0 Claudia Pina ('94)
Írland 4 - 2 Belgía
1-0 Katie McCabe ('45, víti)
1-1 Tessa Wullaert ('52)
2-1 Nicky Evrard, sjálfsmark ('54)
3-1 Katie McCabe ('62)
4-1 Marissa Sheva ('66)
4-2 Marie Detruyer ('82)
Athugasemdir


