Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
banner
   fös 24. október 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pablo Punyed á leið í Hauka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo Punyed verður samkvæmt heimildum Fótbolta.net spilandi aðstoðarþjálfari Hauka á næsta tímabili.

Pablo sem er 35 ára miðjumaður mun á morgun kveðja Víking þegar Valur kemur í heimsókn í Víkina í lokaumferð Bestu deildarinnar.

Haukar réðu í haust Guðjón Pétur Lýðsson sem þjálfara liðsins og mun Pablo aðstoða hann á komandi tímabili ásamt því að spila með liðinu. Haukar verða í 2. deild á næsta tímabili líkt og undanfarin tímabil.

„Ég mun alltaf spila áfram, þó að það væri kannski ekki í efstu deildum, ég sé mig alveg spila áfram í sjö manna bolta, fimmtu deild eða hvað sem það væri. Ég elska leikinn það mikið. Þetta á bara eftir að koma í ljós," sagði Pablo Punyed í viðtali við Fótbolta.net sem tekið var í gær.

Það hefur þá heyrst af því að goðsögnin Óskar Örn Hauksson gæti orðið styrktarþjálfari Hauka á komandi tímabili. Pablo og Óskar spiluðu saman með KR tímabilin 2018-20.
Athugasemdir
banner
banner
banner